Allir eru hjartanlega velkomnir til messu í Ástjarnarkirkju næstkomandi sunnudag, 18.okt. kl. 11.00.
Sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina, nokkrir félagar úr Kór Ástjarnarkirkju leiða sönginn við undirleik Helgu Þórdísar.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með Bryndísi Svafars.
Heitt á könnunni og notalegt samfélag eftir stundina.
Hér má sjá texta dagsins, sem er 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.