Guðsþjónustan á pálmasunnudag hefst á því að börnin í barnakórnum leika á bjöllur og syngja. Síðan munu þau leika guðspjall dagsins.
Annars verður guðsþjónustan með hefðbundnu sniði, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Keiths Reed, meðhjálpari er Sigurður Þórisson og prestur sr. Kjartan Jónsson.
Sunnudagaskólinn verður á sama tíma með góða fræðslu. Hressing og samfélag á eftir.