Ýmislegt nýtt verður á döfinni í kirkjunni á haustmisseri.

1. Gospelkór fyrir unglinga verður settur á stofn. Æfingar verða á föstudögum kl. 16:30-18:00 og hefjast 5. september. Stjórnandi verður Matthías V. Baldursson, tónlistarstjóri kirkjunnar.

2. Alfa-námskeið verða á fimmtudagskvöldum og hefst 18. september (sjá nánar undir fullorðinsstarf). Að þessu sinni verður það næstum ókeypis, þ.e. aðeins þarf að greiða 5.000 kr. upp í kostnað við helgardvöl.

3. Tvær gospelmessur að kvöldi verða í hverjum mánuði, 1. og 3. sunnudag hvers mánaðar. Sú fyrri verður í Haukaheimilinu. Ýmsir gestir koma í heimsókn.

4. Lofgjörðarkvöld verður síðasta föstudagskvöld í hverjum mánuði, kl. 20:00 í kirkjunni.

5. Bænastundir verða á þriðjudögum kl. 17:00 undir stjórn Dísar Gylfadóttur guðfræðings.

6. Hausthátíð Ástjarnarkirkju verður sunnudaginn 14. september.
Margt verður á döfinni, m.a. Ástjarnarkirkjuhlaupið þar sem vegleg verðlaun verða veitt og margt fleira. Þá
verður hægt að kynna sér hinar ýmsu starfsgreinar starfsins og skrá sig.