001_MagesticCross

Í vetur munum við í Ástjarnarkirkju vera með lofgjörðarkvöld einu sinni í mánuði og verður það fyrsta haldið föstudaginn 26.september kl.20:00 í kirkjunni. Þessi stund mun byggjast mikið upp á kröftugri tónlist í bland við talað mál, vitnisburði ofl. Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri kirkjunnar leiðir tónlistina ásamt söngvurum úr kór kirkjunnar og hljómsveit. Allir eru hjartanlega velkomnir.