Ljósamessa til styrktar Ljósinu (Endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda) verður í Ástjarnarkirkju sunnudagskvöldið 3. nóvember klukkan 20.00. Athugið, messan er klukkan 20:00 þennan sunnudaginn en ekki klukkan 17:00 eins og venjulega.
Tónlistarflutningur er í höndum hjónanna Hjalta Jónssonar og Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur. Guðrún Kristín Svavarsdóttir fjallar um reynslu sína af sjúkdómnum og Ljósinu. Söfnunarbaukur liggur frammi til styrktar málefninu. Sr. Bolli Pétur Bollason leiðir stundina.
Girnilegar kaffiveitingar að lokinni messu.
Verið öll hjartanlega velkomin!