Það er skemmtileg nýbreytni að geta boðið upp á messu með lögum Leonards Cohens.
Hann mörgum að góðu kunnur fyrir sín vinsælu lög eins og t.d. Hallelujah.
Kór kirkjunnar syngur lögin undir stjórn Keiths Reed og hljómsveitar sem skipa auk hans
Greta Salóme sem leikur á fiðlu, Þorbergur Ólafsson á slagverk og Þórir Rúnar Geirsson á bassa.
Arnar Jónsson leikari kynnir lögin og bakgrunn þeirra og Arnór Bjarki Blomsterberg leiðir stundina.