Spennandi útivistar-námskeið í boði fyrir hressa krakka. Þemað eru HELLAR.

Vegna mikillar ánægju með hellaferðir síðasta starfsárs ætlum við bjóða upp á  útivistarnámskeið í ágúst fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Þemað er auðvitað HELLAR.

Ferðast verður á einkabíl og er hámarksfjöldi á námskeiðinu takmarkaður við 7 börn.

Enn eru nokkur pláss laus á námskeiðið, en vegna skólasetningar Hraunvallaskóla 22.ágúst verður breyttur námskeiðstími. Námskeiðið er 5 virkir dagar.

Það byrjar 15.ágúst og lýkur 21.ágúst. 

Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri, mæta með hjálm, vasaljós og nesti fyrir daginn.
Áætlaður tími á dag er frá kl. 9-14 eða 15

Námskeiðsgjald fyrir hvert barn er 2.500 kr.

Skráning innihaldi- nafn barns, aldur, heimilisfang, síma foreldra og nöfn, sendist á…  skokkari@gmail.com
Fyrstir fá sem fyrstir skrá :)