Árlegur kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar verður n.k. sunnudag, 14. nóvember.
Í tilefni af því mun sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup verða gestur í guðsþjónustu dagins kl. 17:00 og prédika. Í matnum á eftir guðsþjónustu mun hún segja í máli og myndum sögu af ferð sinni til Kenýu á slóðir kristniboða sem hún fór á síðasta ári.

Melkorka Rós syngur einsöng í guðsþjónustunni og Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlistina. Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari. Á eftir guðsþjónustu verður boðið upp á heita kjötsúpu, samfélag og ferðasögu sr. Solveigar Láru.