Árlegur kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar verður haldinn hátíðlegur í guðsþjónustu kl. 11.
Sérstakur gestur verður Skúli Svavarsson kristniboði sem mun segja frá starfi Kristniboðssambandsins í máli og myndum.
Hann mun einnig prédika.

Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og börn úr æskulýðsstarfinu syngja.
Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson.

Tekið verður á móti framlögum til kristniboðsins.

Bænadagur verður í sunnudagaskólanum undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndísar Svavarssonar.

Hressing og samfélag á eftir.