Kærleikssamfélagið Kötukaffi, í minningu hennar Kötu sem var einn virkasti safnaðarmeðlimur Ástjarnarkirkju fyrstu árin í sögu safnaðarins, verður opnað miðvikudaginn 17. apríl kl.15.30. Húsið verður opið til kl. 18.00. Kötukaffi er öllum opið en er sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru einmana, félagslega einangraðir og vantar samfélag í hverfinu okkar. Með þessu gefst þeim tækifæri að koma í notalegt og kærleiksríkt umhverfi þar sem hægt er fá bæði kaffi og knús.

Í samfélaginu í kringum okkur eru margir sem eru einmana, foreldrar með börn, eldra fólk og innflytjendur sem hafa eflaust fáa í kringum sig og vantar samfélag. Hvað er þá betra en kærleiksríkt samfélag þar sem allir eru jafnir og velkomnir?

Til að byrja með verður opið einu sinni í viku, á miðvikudögum.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti gegn frjálsum framlögum sem renna óskipt til eflingar á tólinstarsjóði kirkjunnar.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Kötukaffi ❤️☕️❤️