Sunnudaginn kemur 13. október verður fjölskyldumessa í Ástjarnarkirkju kl. 17.00.

Þá verður fjallað um Móse úr Gamla testmentinu sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd. En af hverju er hann þarna með horn? Skrýtið, skoðum það á sunnudaginn.

Kári Allansson organisti ætlar að stýra okkur í almennum söng. Síðan verður heit máltíð í boði eftir messu í umsjá Ingu kirkjuvarðar.

Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega hvött til að mæta. Annars eruð þið öll hjartanlega velkomin, að sjálfsögðu!


Sr. Bolli Pétur Bollason leiðir stundina.