Í vetur mun hefðbundið barna- og æskulýðsstarf Ástjarnarkirkju fara fram á mánudögum. Eins og venjulega verður börnunum skipt í tvo aldurshópa; sex til átta ára annars vegar og níu til tólf ára hins vegar.

  • 6-8 ára: mánudagar klukkan 14:45 – 15:45
  • 9-12 ára: mánudagar klukkan 16:00 – 17:00

Barnastarfið í ár mun fylgja dagatali skólanna í sókninni.

Barna- og æskulýðsstarfið er í boði fyrir alla, óháð trúfélagsaðild. Þó ber að undirstrika að efnið sem er unnið með er byggt á kristnum grunni. Þar eru helstu útgangspunktar: kærleikur, mannvirðing og systkinaþel.

Umsjón með starfinu hefur Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur Ástjarnarkirkju og Aron Eydal Sigurðarson, nemi í sálfræði.