Árlegt kirkjuhlaup Hauka var haldið á annan í jólum í Ástjarnarkirkju. Það var betur sótt en nokkru sinni fyrr og vel á annað hundrað manns tóku þátt og komust færri að en vildu inn í kirkjuna. Þar var haldin helgistund áður en haldið var í hlaupið. Í lok hennar var kirkjunni færð falleg mynd af hópnum sem hljóp í fyrra. Meira er að finna um kirkjuhlaupið á heimasíðu Hauka, haukar.is, og þar eru fleiri myndir, smellið hér.