Nú skal segja. Jólaball verður haldið í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 15. desember kl. 13.00. Við ætlum að ganga saman í kringum einiberjarunn og syngja t.d. um mömmuna sem við sáum kyssa jólasvein. Lítill fugl hvíslaði því síðan að okkur að jólasveinar grínaktugir hafi fengið bæjarleyfi hjá henni Grýlu og munu því líta við í Ástjarnarkirkju með gleði og sætindi. Kári Allansson leikur undir almennan söng og sr. Bolli Pétur Bollason leiðir stund. Heitt súkkulaði og smákökur í boði!
Verið öll hjartanlega velkomin!