Árlegt jólaball sunnudagaskólans verður sunnudaginn 16. desember kl. 11:00
Stundin hefst með stuttri helgistund. Síðan verða jólalög sungin um leið og gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinn kemur í heimsókn sem leikur á als oddi og spilar á saxófón.
Hann mun einnig luma á einhverju góðgæti í pokanum sínum.
Á eftir verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur.