Jólaball verður í Ástjarnarkirkju, þriðja sunnudag í aðventu – 17. desember, klukkan 17:00.
það verður þrumustuð, dansað verður í kringum jólatréð og Skyrgámur mætir í heimsókn og gefur öllum börnum eitthvað sætt og gott.
Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin, sérstaklega börn á leikskóla- og grunnskólaaldri.