Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur Kjalarnessprófastsdæmis setur sr. Bolla Pétur Bollason inn í embætti prests í Tjarnaprestakalli við guðsþjónustu í Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 6. nóvember á Allra heilagra messu kl. 11:00 (athugið messutíma sem er óvanalegur).  Messan er sameiginleg fyrir báðar sóknir, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn, og því verður ekki messa í Ástjarnarkirkju kl. 17:00 síðdegis.  Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Daníels Arasonar. Minning látinna í bæn. Gengið verður til altaris. Boðið verður upp á kaffiveitingar í Álfagerði Vogum Vatnsleysuströnd að lokinni messu. Verið öll hjartanlega velkomin og gleðjumst saman í Drottni!