Það er gott að nema staðar í öllum önnum desember og slaka svolítið á.
Við bjóðum upp á stund á fimmtudagskvöldið 13. desember kl. 20:00 þar sem skiptst verður á að syngja jólasöngva, hlýða á ritningarlestra, íhuga í þögn og biðja.

Kór kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Keiths Reed og prestar kirkjunnar, sr. Arnór Bjarki og sr. Kjartan annast ritningarlestra og leiða bænir.
Heitur eplasider, piparkökur og gott samfélag á eftir.