Hvítasunnuhátíðarguðsþjónusta verður í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 31. maí kl. 11.00. Síra Bolli Pétur Bollason þjónar en þetta verður kveðjuguðsþjónusta hans í Ástjarnarkirkju eftir afleysingaþjónustu í vetur.
Blandaður kvartett syngur undir stjórn Kára Allanssonar organista. Kvartettinn skipa Sara Gríms, Rögnvaldur Konráð Helgason, Philip Barkhudarov og Elva Dröfn Stefánsdóttir. Hvítasunnuhátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar mun hljóma. Inga Rut Hlöðversdóttir kirkjuvörður býður upp á svartbaunaseyði og gotterí að guðsþjónustu lokinni.
Gaman væri að sjá ykkur í kirkjunni, uppfull af skapandi kærleiksanda og vonandi mun hvítasunnan skína á sóknarbörn Ástjarnarkirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Miðvikudaginn 3. júní klukkan 17:00 verður aðal-safnaðarfundur Ástjarnarsóknar. Sóknarnefnd hvetur öll sóknarbörn sem skráð eru í Þjóðkirkjuna að bjóða sig fram til starfa fyrir kirkjuna. Verið hjartanlega velkomin!