Kirkjuleg hjónavígsla er helgiathöfn þar sem tveir einstaklingar sem heimild hafa til hjúskapar heita hvorum öðrum ævitryggðum, að eiga-, njóta- og þiggja saman yndi lífsins, gleði og sorgir.

Mikill meirihluti brúðkaupa fer fram í kirkju. Í kirkjunni skulu í það minnsta vera viðstaddir tveir vottar (svaramenn) en oftast eru mun fleiri gestir úr nánasta hópi brúðhjóna. Heimild er fyrir því að hjónavígsluathöfn geti farið fram á heimili eða utanhúss.

Þegar annað- eða bæði hjónaefni hafa lögheimili utan Íslands, gefa sýslumannsembættin út könnunarvottorð um hjúskaparskilyrði.  Ef bæði hjónaefni hafa lögheimili á Íslandi þarf að framvísa hjúskapastöðuvottorði sem staðfestir hjúskapastöðu viðkomandi áður en hjónavígsla fer fram.