HjónabandHvernig stuðla ég að heilbrigðu hjónabandi sem endist ævina á enda?

Fyrsta hjónabandsnámskeiðið í Ástjaranarkirkju var haldið sl. vor og tókst afar vel. Þátttakendur voru mjög ánægðir og sögðu það hafa verið mjög gott fyrir hjónabandið. Góður matur í upphafi hvers kvölds féll í góðan jarðveg.

Hjónanámskeiðið er byggt á bókinni Hún og hann, hamingjuríkt hjónaband, eftir Nicky og Silu Lee en þau hafa verið farsællega gift í 30 ár. Það er hugsað fyrir hjón/pör sem vilja byggja upp sterkt samband sem endist, gera gott samband betra.

Hér getur þú skráð þig á námskeiðið:
https://www.astjarnarkirkja.is/skraning-hjonaogparanamskeid/

 

Efni kvöldanna er:

* Að byggja upp sterka stofnun (hjónaband)

* Listin að eiga samskipti

* Að leysa ágreiningsmál

* Máttur fyrirgefningarinnar

* Árekstrar í fjölskyldunni, það liðna og það sem stendur yfir núna

* Gott kynlíf

* Ástin í verki

Kennt er á fimmtudögum 4. apríl – 16. maí kl. 19 – 21.45 (sjö skipti).

Fyrirlestrarnir eru spilaðir af diskum þar sem höfundar bókarinnar, Nicky og Sila Lee, kenna en efnið er textað.

Dagskrá hvers kvölds:

19:00 – 1945: Matur
19:45-20:30: Kennsla
20:30-20:45: Hressing
20:45-21:30: Úrvinnsla, hvert par vinnur saman

Engin hópvinna fer fram á námskeiðinu og engin krafa er um að menn segi frá sínum málum eða deili með öðrum. Hvert par vinnur fyrir sig í sínu sambandi.

Námskeiðið er gagnlegt fyrir alla.

Maturinn kostar 1000 kr á mann hvert kvöld.

Kennslubók 1500  kr.

Margir sem sótt hafa þessi námskeið gefa þeim góð meðmæli.

Hægt er að kynna sér námskeiðið betur á heimasíðunni   http://www.htb.org.uk/about-htb.

Kjartan Jónsson, sóknarprestur Ástjarnarkirkju gefur allar nánari upplýsingar um námskeiðið.