Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 6. október 2016 kl. 19:00 og stendur í sjö vikur.

Hjónanámskeiðið er byggt á bókinni Hún og hann, hamingjuríkt hjónaband, eftir Nicky og Silu Lee og er hugsað fyrir hjón/pör sem vilja byggja upp traust samband sem endist, gera gott samband betra. Á námskeiðinu hlusta þátttakendur á fyrirlestra og síðan vinna pörin saman að verkefnum hvert fyrir sig. Þau eru aldrei beðin um að deila vinnu sinni með öðrum.

Reynslan af þessu námskeið er mjög góð og þátttakendur eru flestir sammála um að það hafi verið mjög gott fyrir hjónabandið/sambandið. Markmiðið er að gera gott samband betra. Góður matur í upphafi hvers kvölds.

Kostnaður: 1.000 kr. á mann fyrir matinn hvert kvöld og
1.500 kr. á mann fyrir þátttakendahefti

Hægt er að ská þátttöku með því að senda póst á kjartan.jonsson@kirkjan.is.