Árlega hjólreiðamessa safnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin í Garðakirkju sunnudaginn 26. júní kl. 11:00. Fyrir messu verður hjólað á milli kirknanna í Hafnarfirði og endað í Garðakirkju. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Boðið verður upp á kirkjukaffi á eftir í Króki. Þar mun Snorri Beck Magnússon kynna kristalhörpu sem hann er að þróa. Sunnudagaskóli er kl. 10:00. – Lagt verður af stað frá Ástjarnarkirkju kl. 9:30. Fólk er hvatt til að fjölmenna. Vegalegndirnar eru stuttar og boðið verður upp á hressingu á leiðinni. Þetta gæti verið góður hjólatúr fyrir fjölskyldur.