Eins og undanfarin ár bjóða Þjóðkirkjusöfnuðirnir í Hafnarfirði og Garðabæ upp á sameiginlega hjólreiðamessu sunnudaginn 24. júní.
Messan hefst samtímis í Ástjarnarkirkju og Vídalínskirkju. Allir eru hvattir til að taka þátt. Þetta er upplagður hjólatúr fyrir fjölskylduna.
Dagskráin er svona:

kl. 10:00 Ástjarnarkirkja. Upphafsbæn – sálmur
kl. 10:00 Vídalínskirkja. Upphafsbæn – sálmur
kl. 10:30 Hafnarfjarðarkirkja. Dýrðarsöngur- miskunnarbæn-lexía og pistill – sálmur
kl. 11:00 Víðistaðakirkja. -Guðspjall -Hugleiðing-Sálmur- Smá hressing – sálmur
kl. 11:30 Garðakirkja. -Kirkjubæn- Altarisganga (e.t.v. úti ef vel viðrar), Blessun
(kl. 12:30 Bessastaðakirkja. ) valfrjálst