Árleg hjólreiðamessa Þjóðkirkjusafnaðanna í Hafnarfirði verður haldin sunnudaginn 23. júní.
Messan hefst í Ástjarnarkirkju kl. 10:00
Síðan verða hinir ýmsu liðir messunnar haldnir í Hafnarfjarðarkirkju, Víðistaðakirkju, Garðakirkju og endað í Bessastaðakirkju.
Einn liður messunnar verður í hverri kirkju.
Boðið verður upp á hressingu á leiðinni.
Tilvalið er fyrir alla fjölskylduna að hjóla saman.
Hægt er að taka þátt í hluta messunnar.