Hjólreiðamessa í kirkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar sunnudaginn 15. júní.
Hjólað verður á milli kirknanna og áð í stutta stund á hverjum stað.
Lagt verður upp frá Ástjarnarkirkju og Vídalínskirkju:
Kl. 10:00 Ástjarnarkirkja
Kl. 10:00 Vídalínskirkja
Kl. 10:30 Hafnarfjarðarkirkja
Kl. 10:50 Fríkirkjan
Kl. 11:20 Víðistaðakirkja
Kl. 11:50 Garðakirkja
Kl. 12:30 Bessastaðakirkja
Hægt er að hjóla styttri leiðir og koma í einstakar kirkjur eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Boðið verður upp á hressingu á leiðinni.
Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að hjóla saman!
Munið eftir hjálmunum!