Árleg hjólreiðamessa safnaðanna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin 14. júní.
Einn liður messunnar verður í hverri kirkju og einn sálmur sunginn. Prestur staðarins segir í örstuttu máli frá sinni kirkju.
Síðan verður hjólað til næstu kirkju en vegalengdirnar eru yfirleitt stuttar.
Mikil ánægja hefur verið með messurnar undan farin ár. Tilvalið er fyrir fjölskylduna að hjóla saman. Hægt er að koma inn í miðja messu.