Kirkjuprakkarar Ástjarnarkirkju ætla að skoða hellinn LEIÐARENDA      16.apríl nk.  kl 13:30
Síðast þegar ætlunin var að fara í hellinn (fyrir páska) var hann í klakaböndum og mikið svell á gólfi. Eftir að hafa athugað aðstæður í dag (sunnudag) er ljóst að nú er ævintýrið að fara að gerast.

Þar sem áhuginn fyrir ferðinni er gífulegur má búast við 100% mætingu, þess vegna er vel þegið ef einhverjir foreldrar gætu komið með og verið til aðstoðar. Ef foreldri ætlar að koma með og á snjallsíma þá er hreinasta snilld að sækja vasaljósa-app. 

Nauðsynlegur klæðnaður er góðir SKÓR, VETTLINGAR, HJÁLMUR. Og passa sig að vera ekki of fínt klæddur. Kirkjan á nokkur VASALJÓS en endilega komið með vasaljós ef þið eigið þau. 

Ferðin mun sennilega taka 2 og hálfan tíma þannig að áætluð heimkoma verður kl. 4

Tímans vegna er nauðsynlegt að allir mæti á réttum tíma…. rútan fer af stað kl 13:30

Gott er að staðfesta komu barna og fylgdarmanna með sms í 695-4687   þá verður ekki farið á undan neinum sem ætlar að koma með.


OLYMPUS DIGITAL CAMERA    OLYMPUS DIGITAL CAMERA