Í gær (laugardag) athugaði ég aðgengi og aðstæður í Leiðarenda, hellinum sem Kirkjuprakkarar hafa á dagskrá að skoða.  Auðvelt var að komast að hellinum, þ.e. gönguleiðin var greiðfær. Dyngjan sem opið er í var fullt af snjó en verst er að botn hellisins er líkastur skautasvelli og erfitt að fóta sig. Þess vegna tel ég varasamt að fara með öll krúttin okkar í hellinn að svo stöddu.
Eftir páskana mun ég fara aftur að skoða aðstæður. Við skulum vona að klakinn verði fljótur að bráðna svo ævintýraferðin okkar dragist ekki mikið því hellar eru svo spennandi :)
Næsta þriðjudag förum við í leiki úti ef veðrið er gott en inni ef það er mjög kalt.