Ástjarnarkirkja býður öll skólabörn og fjölskyldur þeirra á jólahelgistund þriðjudaginn 18. desember kl. 18:00.
Sungin verða vinsæl jólalög, jólasaga sögð og síðan verður boðið upp á jólahressingu á eftir.
Boðið er upp á þessa stund því að sumum skóla- og leikskólastjórnendum finnst erfitt að fara með nemendur í kirkjuheimsóknir vegna þess að foreldrar hafa ekki allir sömu skoðun á réttmæti þess.
Allir eru hjartanlega velkomnir í hvaða kirkjusókn sem þeir búa.