Kæru sóknarbörn.

Vegna mikilla covid-smita í samfélaginu mun hefðbundið safnaðarstarf liggja niðri næstu vikurnar, þ. e. hefðbundnar guðsþjónustur, eldriborgarastarf og bænastundir.

Stuttum helgistundum verður streymt á messutíma á Fésbókar- og heimasíðum kirkjunnar.

Unglingastarf og fermingarfræðsla verður á Teams.

Hægt verður að hafa samband við prestana eins og áður.