Árleg hausthátíð Ástjarnarkirkju verður haldin 8. september.
Hún hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem nýr tónlistarstjóri kirkjunnar, Matthías V. Baldursson, verður boðinn velkominn og nýr starfsmaður í barna- og unglingastarfinu, Guðrún Þorgrímsdóttir.
Gospelsöngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir syngur einsöng.
Mikið verður sungið.
Hólmfríður og Bryndís sjá um fræðslu og kynna barna- og unglingastarfið.
Sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni.
Á eftir messu verður grillað,
Daníel töframaður kemur í heimsókn,
Ástjarnarkirkjuhlaupið með margs konar verðlaunum. Þátttaka í hlaupinu kostar 300 kr. (f. verðlaunapening)
Starf kirkjunnar í öllum greinum verður kynnt.
Skráning í starfsgreinar kirkjunnar:
-6-9 ára starf
-10-12 ára starf
-Þristinn, 8. bekk og 9. bekk og eldri.
-Barnakórinn
-Kirkjukórinn
-Hjóna- og paranámskeið
-Starf eldri borgara, Stjörnurnar
-Messuþjónahópa