Hausthátíð Ástjarnarkirkju markar formlegt upphaf vetrarstarfs safnaðarins.
Hún er orðin að fastri hefð. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00 sem starfsfólk kirkjunnar annast.

Að lokinni guðsþjónustu verður kynning á hinum ýmsu starfsgreinum safnaðarins og hægt verður að skrá þátttöku. Jón Víðist töframaður mun sýna töfrabrögð og síðan hefst Ástjarnarkirkjuhlaupið þar sem hlaupnar eru tvær vegalengdir 1,5 km og 5.0 km. Allir fá verðlaunapening auk þess sem dreginn verður út fjöldi veglegra verðlauna.

Boðið verður upp á barnvænar veitingar.

Allir hjartanlega velkomnir.