Eins og undanfarin ár hefst starfsveturinn með hausthátíð í kirkjunni.

Hún hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 17:00.
Að henni lokinni verða einstakar starfsgreinar safnaðarins kynntar og hægt verður að skrá sig til þátttöku.
Þá tekur Einar einstaki töframaður við og sýnir töfrabrögð eins og honum einum er lagið.
Síðan halda prestarnir stuttan fund með verðandi fermingarbörnum og aðstandendum þeirra en aðrir taka forskot á sæluna og gæða sér á pylsum í andyri kirkjunnar.
Öll sóknarbörn eru hvött til að koma og taka þátt í hátíðinni.