Hausthátíð Ástjarnarkirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 þar sem m.a. verður sýnt myndband frá hellanámskeiði sumarsins (sjá aðra færslu), kirkjugrallaranámskeiði o.fl.
Á eftir guðsþjónustunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og fleira góðgæti, hoppukastala, Ástjarnarkirkjuhlaupið og Daníel töframaður sýnir listir sínar.
Starf kirkjunnar í öllum greinum verður kynnt, krílanámskeið, sunnudagaskóli, starf fyrir 6-9 ára og 10-12 ára börn, æskulýðsfélagið Þristurinn, yngri og eldri deildir og barnakór kirkjunnar.
Einnig verður kynnt starf fyrir fullorðna, kirkjukór, bæna- og kyrrðarstundir, foreldramorgnar og Alfa-námskeið.