Árleg hausthátíð Ástjarnarkirkju verður sunnudaginn 14. september kl. 11:00.
Hefst hún með fjölskylduguðsþjónustu þar sem félagar úr barnakór kirkjunnar syngja hið nýja sunnudagaskólalag vetrarins í Þjóðkirkjunni. Kirkjukórinn mun einnig taka lagið. Matthías V. Baldursson stjórnar báðum kórunum. Hólmfríður verður með fræðslu og mikið verður sungið. Ný heimasíða verður afhjúpuð og starf kirkjunnar kynnt.
Á eftir guðsþjónustu kemur hinn magnaði töframaður Jón Víðis Jakobsson í heimsókn og sýnir listir sínar. Þá er Ástjarnarkirkjuhlaupið á dagskrá í umsjá Bryndísar Svavarsdóttur æskulýðsfulltrúa kirkjunnar sem hefur hlaupið fleiri maraþonhlaup en nokkur Íslendingur. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 1,5 km og 5 km. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þátttöku sem er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum til að mæta kostnaði. Allir íbúar í Áslandinu og Vallahverfinu eru hvattir til að fjölmenna, allir aðrir eru auðvitað velkomnir líka!