Sunnudaginn 1. september verður messa í Ástjarnarkirkju, klukkan 17:00 síðdegis. 

Við fögnum haustinu, sem verður þá formlega hafið og bjóðum kirkjugestum upp á dýrindis íslenska kjötsúpu að messu lokinni.

Nýr prestur verður boðinn velkominn til starfa: Sr. Bolli Pétur Bollason. Í tilefni dagsins mun Sr. Bolli segja söguna um syndafallið og í kjölfarið hafa prestar kirkjunnar örhugleiðingu útfrá sögunni.

Verið öll hjartanlega velkomin í lifandi messu, lifandi safnaðarsöng og heitan kvöldmat!

Prestar: Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg & Sr. Bolli Pétur Bollason.

Organisti: Kári Allansson.

Kirkjuvörður: Inga Rut Hlöðversdóttir.

Ath: Heitur kvöldmatur að messu lokinni er kirkjugestum að kostnaðarlausu. Frammi mun liggja karfa þar sem tekið verður við frjálsum framlögum, ef fólk hefur tækifæri til, sem renna í líknarsjóð Ástjarnarkirkju. Líknarsjóður Ástjarnarkirkju er síðan nýttur til mataraðstoðar þar sem þörfin er sárust á meðal sóknarbarna Ástjarnarsóknar.