Félagar úr eldriborgarafélagi kirkjunnar Stjörnunum leiða söng undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra og lesa ritningarlestra. Börn úr æskulýðsstarfi kirkjunnar sýna helgileik undir stjórn Bryndísar Svarsdóttur og Guðrúnar Þorgrímsdóttur. Prestur er sr. Kjartan Jónsson.

Föndur í sunnudagaskólanum á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur.

Sigurður Þórisson kirkjuvörður býður upp á hressingu á eftir messu. Þá er gott tækifæri til að kynnast nýju fólki og njóta samfélags.