Verið velkomin til guðsþjónustu í Ástjarnarkirkju sunnudaginn 8. október kl. 17:00. Að þjónustunni koma sr. Bolli Pétur Bollason, Karl Olgeirsson nýráðinn tónlistarstjóri kirkjunnar sem leikur undir almennan söng, og fermingarstúlkur lesa ritningarlestra. Auðmaður, úlfaldi, nálaraugu, allt kemur það nú við sögu í hugleiðingu þessa sunnudags. Að lokinni guðsþjónustu verður sem fyrr boðið upp á heita kvöldmáltíð og máltíðarsamfélag sem er heilnæmt og upplífgandi. Í Davíðssálmum segir: „Ég varð glaður er menn sögðu við mig, göngum í hús Drottins.“ Sjáumst við sunnudagshelgihaldið.