Guðsþjónusta næsta sunnudags, 30. ágúst kl. 11:00, verður í kirkjunni okkar (ekki í Haukaheimilinu eins og auglýst var í Fjarðarpóstinum).
Kór kirkjunnar syngur, ferskur eftir sumarfríið undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar, Sigurður Þórisson kirkjuvörður og meðhjálpari annast tæknimál og Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Hressing og samfélag á eftir.