Fyrsta reglulega guðsþjónusta haustsins verður sunnudaginn 20. september kl. 17:00.
Við bjóðum velkominn Davíð Sigurgeirsson nýjan tónlistarstjóra kirkjunnar. Báðir prestar kirkjunnar, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Kjartan Jónsson, annast prestsþjónustuna. Föndurhorn fyrir börnin verður afstast í kirkjunni og Inga Rut Hlöðversdóttir meðhjálpari og kirkjuvörður býður upp á Skólastjórasúpu að lokinni athöfn. Fermingarbörn og aðstandendur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin en auðvitað allir aðrir líka. Fjölmennum og njótum samfélagsins!