Í guðsþjónustunni 17. október mun barnakór kirkjunnar syngja undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar tónlistarstjóra kirkjunnar. Það verður frumraun kórsins á þessu starfsári. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg leiðir messuna og mun ígrunda söguna um Miskunnsama Samverjann. Með honum mun sr. Sigurður Már Hannesson skólaprestur þjóna fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu býður Inga Rut kirkjuvörður upp á heitan mat. Þá gefst tækifæri til að efla samfélagið með góðu fólki.