Guðrún ÞorgrímsdóttirÍ guðsþjónustunni á hausthátíð Ástjarnarkirkju 8. september kl. 11:00 verður Guðrún Þorgrímsdóttir formlega boðin velkomin til starfa í barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Hún er fædd 1979 í Ólafsvík en er búsett í Reykjavík. Guðrún er guðfræðinemi við Háskóla Íslands en hefur einnig stundað nám í Biblíufræðum á Englandi. Hún hefur mikla reynslu af æskulýðsstarfi bæði hérlendis og á erlendri grundu. Hún er boðin hjartanlega velkomin til starfa og við biðjum henni blessunar Guðs.