Sú hefð hefur skapast í vetur að halda eina gospelmessu í mánuði. Messa þessa mánaðar verður 16. mars kl. 20:00.
Að vanda mun kór kirkjunnar syngja við undirleik hússbandsins en það skipa Matthías V. Baldursson píanó og orgel (stjórnandi), Friðrik Karlsson (gítar), Þorbergur Ólafsson (slagverk) og Páll Kr. Pálsson (bassi). Meðhjálpari og tæknimaður er Sigurður Þórisson. Sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni og flytur hugleiðingu.