Næstkomandu sunnudag ætlum við að bregða undir okkur betri fætinum og blása til göngumessu. Gengið verður frá Ástjarnarkirkju að Hafnarfjarðarkirkjugarði.

Stundin hefst klukkan 17:00 í Ástjarnarkirkju með signingu og upphafsbæn. Að lokinni upphafsbæn verður gengið af stað í góðum anda í átt að kirkjugarði Hafjarfjarðar. Tvisvar á leiðinni verður staldrað við og lesnir valdir kaflar úr Fjallræðu Jesú Krists úr Mattheusarguðspjalli. Þegar á afangastað er komið verður þriðji lestur úr Fjallræðunni, örlítil hugleiðing og að endingu lokabæn og blessun.

Við viljum bjóða allt fólk hjartanlega velkomið og ekki væri verra ef þau sem eiga hunda myndu bjóða þeim með í þennan góða göngutúr.

Við hlökkum til samverunnar og munum að klæða okkur eftir veðri!