Fulltrúar Gídeonfélagsins verða gestir í guðsþjónustu 22. mars kl. 11:00 og munu kynna starf þess.
Lofgjörðarhópur kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni.
Á sama tíma verður gulur dagur í sunnudagaskólanum í aðdraganda páska.
Heitt á könnunni á eftir og síðan aðalsafnaðarfundur í beinu framhaldi af því.