Sr. Gunnar Jóhannesson settur héraðsprestur Kjalarnessprófastsdæmis verður prestur í messunni sunnudaginn 20. október kl. 11:00.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og leikur undir á nýja kirkjuorgelgervil kirkjunnar. Meðhjálpari er Sigurður Þórisson.
Vinadagur verður í sunnuagaskólanum sem verður á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S Jónsdóttur og Bryndísar Svavarsdóttur. Þar verður mikill söngur og föndrað.
Jól í skókassa nálgast og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því geta farið að undirbúa sig undir að setja dót í skókassa. Nánari upplýsingar um verkefnið verður brátt settar á heimasíðu kirkjunnar. Lesa má um verkefnið með því að smella hér.