Hefðbundin messa verður kl. 11 sunnudaginn 23. mars. Félagar úr kirkjukórnum leiða sálmasöng undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Hljómsveitin Gig kemur í heimsókn og leikur nokkur lög af nýútkominni plötu sinni sem boðin verður til sölu eftir messu. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálpari Sigurður Þórisson.

Í sunnudagaskólanum ræður litadýrðin ríkjum. Allir eru hvattir til að koma með eitthvað litríkt eða klæðast litríkum fötum. Bryndís Svavarsdóttir og Hólmfríður S. Jónsdóttir stjórna dagskrá skólans.

Hressing og gott samfélag á eftir messu.