Við fáum Gaflarakórinn í heimsókn í messu  sunnudaginn 25. nóvember kl. 11:00. Hann verður í hlutverki kirkjukórs. Stjórnandi hans er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir.
Keith Reed tónlistarstjóri kirkjunnar annast undirleik og prestur verður sr. Kjartan Jónsson. Félagar úr starfi eldri borgara kirkjunnar lesa ritningarlestra.

Sunnudagaskóli á sama tíma eins og venjulega undir stjórn Bjarka Geirdal Guðfinnssonar.