Fyrsti foreldramorgun vetrarins verður fimmtudaginn 15.september 2016.

Við ætlum að hittast í Ástjarnarkirkju á fimmtudagsmorgnum í vetur. Dagskráin mun mótast út frá áhugasviði og þörfum þeirra sem mæta. Við göngum út frá því að verja fyrsta foreldramorgninum í spjall um dagskrá vetrarins og fá hugmyndir frá foreldrum um hvað þeir myndu vilja fræðast um og gera í vetur. Í framhaldinu myndi svo umsjónarmaður setja upp drög að dagskrá í samvinnu við þá sem mæta.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga saman góða, notalega og jákvæða samveru.

Allir foreldrar velkomnir sem og ömmur, afar, frænkur, frændur og í raun hver sem er.

Umsjónarmaður: Arnór Bjarki Blomsterberg, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi Ástjarnarkirkju (Sími: 692-8623)

Ath: Öll börn eru sérstaklega boðin velkomin!